Af hverju ættir þú að kaupa Bubliq?

June 15, 2021 3 min read

Af hverju ættir þú að kaupa Bubliq?

Bubliq

Bubliq flaska


Ertu ekki komin með leið á því að geta bara sett vatn í sódavatnstækið þitt? Viltu ekki prufa eitthvað nýtt í sumar og notað sódavatnstækið þitt á nýja vegu? Ef þú lest það sem Bubliq hefur upp á að bjóða erum við sannfærðar um að þú viljir fá þér Bubliq, lestu bloggið til enda til að fá hugmyndir með hvernig þú getur notað Bubliq á þínu heimili.  

Hvað er Bubliq?

Allir kannast við sódavatnstækin frá Sodastream og Aarke sem hafa verið vinsæl undanfarin ár enda sódastream orðið hálfgert yfirheiti yfir sódavatn og sódavatnstæki. En Bubliq er svo miklu, miklu meira! Bubliq hefur komið sterkt inn nýlega og gefur þeim tækjum sem eru þegar á markaði ekkert eftir. Bubliq hefur þann einstaka hæfileika að geta bætt kolsýru við alla drykki sem gefur þeim þessa einstöku áferð sem allir kannast við og elska.

Þú getur til dæmis með Bubliq kolsýrt alls konar vín, eins og hvítvín og rósavín og gefið þeim skemmtilega áferð. Þú getur bætt kolsýru við margskonar kokteila, fengið kolsýrt límonaði og fleira. Þú getur látið hugmyndaflugið algjörlega ráða för þegar kemur að Bubliq og hvað þú vilt setja kolsýru í. Tækið kemur í þremur litum og tekur sig því vel út sama hvar, í eldhúsinu, stofunni, í kaffihorninu eða á barborðinu.

 

 

Hvernig kom Bubliq til?

Hugmyndin af Bubliq kom til vegna þess að stofnandi þess vildi koma fram með nýja leið til að búa til sódavatn heimafyrir í minimalískum, tímalausum dönskum hönnunarstíl. Honum fannst gamla hönnunin á sódastream tækjunum helst til klunnaleg þar sem þurfti að skrúfa flöskur inn í þröngt svæði og var mun tímafrekara en það þyrfti að vera. Þess vegna hannaði hann Bubliq þar sem kolsýrutæknin væri í tappanum sjálfum frekar en í tækinu og því væri hægt að hafa tækið mun þæginlegra í umgengni og þrifum. Bubliq fór svo í sölu fyrst í Danmörku í mars 2020 og vegna þess að allir voru heima vegna Covid faraldursins tók Bubliq á loft með gríðarlega góðum viðtökum þar sem fólk gat nýtt Bubliq í allskonar drykki heimafyrir.  

Hvernig virkar Bubliq?

Bubliq er ný norræn hönnun af sódavatnstæki sem gjörbreytir því sem aðrir sódavatnsframleiðendur hafa verið að gera. Vegna hönnunarinnar er auðvelt að þrífa bæði tækið og flöskuna sem fylgir.  Bubliq er stílhreint, fallegt og nett svo það tekur ekki of mikið pláss. Sódavatnstækið er auðvelt í notkun og tekur hvaða gashylki sem er. Þú þarft bara að skrúfa gashylkið í toppinn á tækinu, lætur hylkið varlega ofan í búkinn svo toppurinn smelli rétt á. Næst seturðu flöskuna á sinn stað og ýtir toppinum niður. Svo fer það eftir smekk hvers og eins hversu oft þú ýtir niður til að fá það magn af kolsýru í drykkinn sem þér finnst best. 

Framtíð Bubliq

Bubliq heldur áfram að stækka við sig og á aðeins einu ári hefur salan farið sem eldur um norður Evrópu og er orðið gríðarlega vinsæls í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi og auðviðað hér á Íslandi. Bubliq er með stór plön í framtíðinni og munu halda áfram að svara eftirspurn eftir Bubliq um alla Evrópu og eru duglegir að hlusta á tillögur viðskiptavina sinna. Bubliq er með eitthvað stórt í bígerð og segjast muna tilkynna það á instagram síðu sinni @bubliq_officialþegar að því kemur og við hjá Búðin Decor bíðum spennt eftir því hvað kemur næst frá þeim!

Ef þú hefur skemmtilega hugmynd taktu mynd af árangrinum og settu #Bubliqdecor við myndina svo við getum séð hana!

Þú getur fengið innblástur af Instagram síðu Bubliq en hún er alveg frábær! 

Bubliq - pink drink Bubliq - mint

 

 


Skrifaðu athugasemd

Athugasemdir eru samþykktar áður en þær birtast


Einnig í Blogg

Aldrei hefur mætt eins mikið á heimilinu sem griðarstað
Aldrei hefur mætt eins mikið á heimilinu sem griðarstað

October 18, 2020 3 min read