Aldrei hefur mætt eins mikið á heimilinu sem griðarstað

October 18, 2020 3 min read

Aldrei hefur mætt eins mikið á heimilinu sem griðarstað

Nú þegar haustið er komið vel á veg þá sjáum við hvaða straumar koma sterkir inn í innanhús stíl. Það eru töluverðar breytingar frá því sem verið hefur undanfarin ár.  
Kaldi grái liturinn sem er búinn að vera svo ríkjandi undanfarin ár víkur örlítið fyrir hlýrri litum. Brúnn litur er mjög sýnilegur um þessar mundir, ásamt svarta og gráa litnum. Einnig sjást mjög hlýir brúnbleikir, grænir og blágráir tónar mikið.

                               

Núna sinnir heimilið fleiri hlutverkum en það hefur gert síðan konur fóru að vera útivinnandi. Þá var heimilið bakarí, saumastofa og matvælaframleiðsla ásamt þeim ótrúlega óteljandi verkum sem unnin voru á heimilum hér áður fyrr. En núna erum við komin aðeins til baka þar sem heimilið er í mörgum tilfellum orðið skrifstofa, dagheimili og íþróttasalur. Það er því ekki lengur inn að hafa þau eins steríl og var. Þau eru orðin persónulegri og hagkvæmari. Við höfum aldrei þurft eins mikið á því að halda að geta látið okkur líða vel heima. Þá víkur það sem er einungis inni á heimilinu útlitsins vegna fyrir hlutum sem eru þægilegri. Falleg skrifborð eru til dæmis orðin heimilisprýði, barnaherbergin þurfa leikföng sem eru skemmtileg ekki einungis falleg og síðast en ekki síst þá þarf að vera til góð og handtæk hirsla fyrir ævingardýnununa og lóðin. 
                                                                                                                                            Mikilvægt er að hafa heimilið þannig að öllum líði sem best.             
Við þurfum að leggja okkur mikið fram við það að gera heimilið okkar að þeim griðarstað sem við kjósum. Það þurfum við ekki að gera með því að endurinnrétta allt hjá okkur. Það getur verið nóg að færa til hluti sem eru fyrir inni á heimilinu, það eitt getur látið stofuna fá glænýtt yfirbragð. Þá getur einnig verið nóg að setja tvo til þrjá hluti í hvíld og í staðinn sett nýja plöntu í nýjan pott eða strá í fallegan vasa og sett bakka á stofuborðið með fallegri skreytingu. Þessir litlu hlutir breyta ótrúlega miklu.
Úti við er einnig gott að gera sér notalegt afdrep, því það að setjast einn út á pall eða svalir í hlýrri peysu með góðan kaffibolla er einstaklega endurnærandi. Það eitt getur gert okkur betur í stalk búin fyrir daginn með öllum á heimilinu. Því jú, við erum flest að eyða meiri tíma saman en vanalega. Það er kostur og bót í okkar lifnaðarhætti. En við vitum það öll að stundum þarf að vera hægt að fá næði. Falleg og góð húsgögn úti á palli eru góð lausn til að framlengja heimilið út þegar veðrið býður uppá þann lúxus, útieldstæði eru einnig mjög skemmtileg viðbót og skapa yndislega stemningu. Þau geta gefið okkur tilfinninguna að við séum að heiman og útí sveit. 
Notaleg útiaðstaða getur verið dásamleg framlenging á heimilinu.        
Við getum gert óteljandi hluti til að bæta heimilið og breyta því. En fyrst og fremst þurfum við að láta okkur líða vel heima.

Skrifaðu athugasemd

Athugasemdir eru samþykktar áður en þær birtast


Einnig í Blogg

Af hverju ættir þú að kaupa Bubliq?
Af hverju ættir þú að kaupa Bubliq?

June 15, 2021 3 min read

Ertu ekki komin með leið á því að geta bara sett vatn í sódavatnstækið þitt? Viltu ekki prufa eitthvað nýtt í sumar og notað sódavatnstækið þitt á nýja vegu? Ef þú lest það sem Bubliq hefur upp á að bjóða erum við sannfærðar um að þú viljir fá þér Bubliq, lestu bloggið til enda til að fá hugmyndir með hvernig þú getur notað Bubliq á þínu heimili.