Um okkur

Sagan okkar

Búðin Decor er í eigu systranna Rakelar Fjeldsted og Guðrúnar Fjeldsted Jóhannesdætra. 

Búðin Decor var stofnuð af okkur systrum árið 2018 þegar við vorum í fæðingarorlofi. Við fengum yfir okkur drifkraft og ákváðum að nýta tímann sem við höfðum meðan drengirnir sváfu í það að láta gamlan draum rætast.

Undirbúningurinn var ævintýralega skemmtilegur og byrjaði ævintýrirð í Frankfurt þar sem við lögðum af stað hlaðnar kerrum, bleyjutöskum og öðru sem fylgir því að vera á ferðinni með börn. Við þóttum ekki mjög líklegar til viðskipta þarna á einni stærstu sölusýningu Evrópu. En við létum það ekki á okkur fá og þegar heim var haldið, vorum við komnar með nokkra samninga í hendurnar og klárar í slaginn. Þegar heim var komið opnuðum við netverslunina Búðin Decor. Síðan hefur þetta litla ævintýri okkar vaxið jafnt og þétt.

Litla hugmyndin er orðin að fallegri búð sem hefur fengið frábærar viðtökur.