Nú þegar sumarið er komið þá hrekkur lífið í annan gír. Við njótum þess að hafa birtuna allan sólahringinn. Þá er tilvalið að hressa upp á umhverfið og lýsa það aðeins.
Það er hollt fyrir sálina að breyta til og býður sumartíminn heldur betur uppá það.
Við settum saman skemmtilegan sumarpakka sem er útpældur til að fanga gleðina og tækifærin í sumrinu.
Þessi æðislegi sumarpakki inniheldur:
Einstakir útipottar sem brjóta upp og koma með frískan blæ með sínu geggjaða útliti. Þessir pottar eru frábærir inni og úti.
Bekkinn/hliðarborðið Nadi - Paulownia viður stærð; L:81 B:38CM H:43CM
Við völdum ljósa Nadi bekkinn með að í huga að hann kemur með hlýleika og léttleika inní rýmið. Hann er fullkominn undir fallega skrautmuni og plöntur. Hann er í góðri hæð og tilvalinn til að tilla sér á. Hann nýtist því fullkomlega sem skrautmunur og svo sem gott sæti í sumarveislunum.
Kokteil- og freyðivínsglösin úr Palermo línunni frá Lyngby
Þessi glös eru gleðigjafar. þau koma með skemmtilega stemningu í boðið. Settu uppáhalds drykkinn þinn í þau og skelltu litríku blómi útí og þú skærð í gegn.
Einstaklega glæsilega kæliskál
Það er enginn sem setur veisluna á hærra plan en þessi drottning. Hún færir rýminu gríðarlegan glæsibrag. Drykkirnir bragðast einfaldlega betur úr henni. Hún kælir hratt og heldur köldu lengi.